Al Jazeera um heilbrigðiskerfi Íslands: „Að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 14:23 Lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga eftir þriggja vikna verkfall. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26
Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12
Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30
Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29