Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 11:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20
Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07