Þjóðin í tvö horn vegna laga á verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Helmingur aðspurðra í nýrri skoðanakönnun blaðsins telur að það hafi ekki verið rétt að setja lög á verkföllin. Vísir/Valli „Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu, segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Helmingur aðspurðra telur að það hafi ekki verið rétt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni. En þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku má sjá að 58 prósent telja að ekki hafi verið rétt að setja lög á verkfallið en 42 prósent telja að það hafi verið rétt.Ólafur túlkar þá niðurstöðu að 42 prósent hafi sagt að það væri rétt að setja lög á verkfallið þannig að það sýni mikilvægi þessara starfsstétta í þeirri þjónustu sem er verið að veita hérna á Íslandi. „Fólk telur að þetta sé þjónusta sem ekki megi missa sín og það er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að tala um undanfarið. Að það þurfi að gera þessi störf samkeppnishæf í launum, þannig að fólk kjósi að vinna við þau. Þetta þykir mér bara algjörlega endurspegla það,“ sagði Ólafur Skúlason. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum á Alþingi á föstudag. Þau voru samþykkt síðar um helgina. Í aðdraganda laganna hafði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og aðrir stjórnendur lýst áhyggjum af öryggi sjúklinga. Fulltrúar þeirra starfsstétta sem verkfallsrétturinn var tekinn af hafa hins vegar lýst mikilli reiði. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.205 manns þar til náðist í 774 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42 Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00 Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ 16. júní 2015 08:42
Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Það gæti tekið mánuði að vinda ofan af verkföllum starfsfólks í aðildarfélögum BHM hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hjá Matvælastofnun. Slátrun er hafin og von er á nautakjöti aftur í verslanir um næstu helgi. Fjárhagsstaða svínabænda er sögð gra 16. júní 2015 09:00
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30