Vilhjálmur Geir Hauksson hefur skrifað undir lánssamning við handknattleiksdeild Gróttu og mun leika með liðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili.
Vilhjálmur er uppalinn hjá Gróttu en hann lék með Haukum á síðasta tímabili og varð meistari með liðinu í vor.
Vilhjálmur, sem leikur í vinstra horninu, skoraði 35 mörk fyrir Hauka í fyrra.
Grótta er nýliði í Olís-deildinni en liðið vann 1. deildina með yfirburðum á síðasta tímabili.
