118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2015 18:21 Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma. Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22
Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01