118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2015 18:21 Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma. Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
„Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22
Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01