118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2015 18:21 Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma. Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22
Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01