Heilbrigðisráðherra þekkir ekki hvort óskað hafi verið eftir áliti Landspítalans Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 15. júní 2015 22:04 „Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög þung staða” sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í Umræðunni í kvöld um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landsspítalanum. Einn hjúkrunarfræðingur sem rætt var við í þættinum var með uppsagnarbréf í vasanum og aðrir lýstu mjög erfiðu ástandi. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á spítalanum kallaði eftir því að spítalinn fengi aðkomu að því að leysa deiluna og kvaðst sjá margar leiðir til lausna. Hingað til hafi ekki verið leitað til spítalans eftir áliti. Kristján Þór sagðist ekki þekkja hver aðkoma spítalans hefði verið í þessum kjaraviðræðum, en að í læknadeilunni hefði fulltrúi spítalans komið að lausn mála. Aðspurður sagði Kristján spítalann geta staðið undir hlutverki sínu með þá fjármuni sem honum væru skammtaðir og að í fjárlögum undanfarinna ára hefði verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála. Hann sagði einfaldlega of mikið hafa borið á milli deiluaðila til að samningar gætu nást. „Ég mat það svo alla tíð að það væri flötur á samningum [...] en svo sjáum við það endurtekið gerast að samingarnefndir séu kallaðar saman og svo koðnar þetta allt niður og þar með er slegið á væntingar fólks.“ Kristján bætti við: „Síðasti fundur var þannig að bilið var breikkað frekar en að það dregist saman.” Þannig hafi lagasetningin verið leið til að breyta stöðunni. Sigríður sagði að starfsemi Landsspítalans hafi dregist verulega saman á meðan á verkföllum hefur staðið. Nú verði spítalinn og starfsfólk hans að takast á við stóran uppsafnaðan vanda, sem enginn annar geti leyst. „Ég fagna því að Kristján tali þannig að stjórnvöld ætli að koma að því,” sagði Sigríður Gunnarsdóttir.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira