
Líkt og sést á þessari mynd eru ýmsar skýringar fyrir verðhækkunum nefndar. Nýgerðir kjarasamningar eru þar nefndir ásamt verðhækkun á heimsmarkaði, hækkun á umbúðum, hráefni og fleiru. Aðrir nefna það að engar verðhækkanir hafi átt sér stað síðustu ár.
Norðlenska hefur hækkað verð á kjöti um tvö til þrjú prósent og nefnir að kostnaðar- og launahækkanir sé ástæða hækkunarinnar. Nathan & Olsen hafa hækkað verð á Heinz tómatsósu um tíu prósent en jafnframt lækkað verð á einstökum vörum um tvö til fimm prósent. Þá hafa samlokur, pítsur, salöt og kjötbollur frá Mati og mörk hækkað um þrjú prósent en í einhverjum tilvikum um sex prósent. Nýgerðir kjarasamningar er ástæða þess.
Á vef Neytendasamtakanna er minnt á að nú séu mjög eldfimir tímar þegar komi að verðlagsmálum. Ljóst sé að nýgerðir kjarasamningar séu kostnaðarauki fyrir fyrirtækin, en þó sé ekki sjálfgefið að þau velti þessum kostnaðarauka út í verðlagið.