Fólkið beið við gaddavírsgirðingar við landamærin eftir að fá að fara yfir til Tyrklands en það leyfi fékkst aldrei. Vígamenn Íslamska ríkisins komu þungvopnaðir á vettvang og ráku fólkið aftur inn í bæinn, sem Kúrdar sitja nú um.
Embættismenn í Tyrklandi segjast hafa tekið á móti um 13.500 flóttamönnum síðustu daga, en þeir hleyptu engum yfir landamærin í gærkvöldi.
Takist Kúrdum að hertaka bæinn missir Íslamska ríkið mikilvæga leið erlendra vígamanna inn í landið.
Á myndum frá landamærunum má sjá hvernig vígamenn Íslamska ríkisins voru einungis í nokkurra metra fjarlægð frá tyrkneskum hermönnum.


