Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:45 Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið. Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira