Ófarir HK-manna í 1. deild karla halda áfram en rétt í þessu var verið að flauta til loka leiks HK og Víkings Ólafsvíkur. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Víkings. William Dominguez da Silva og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu mörk Víkings.
HK hefur því tapað fjórum leikjum í röð eftir tvo sigra í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins. Ólafsvíkingar eru hins vegar í bullandi toppbaráttu, með 13 stig í 2. sæti deildarinnar. HK sigur í 8. sæti með 6 stig.
Þórsarar eru núna komnir upp að hlið Þróttar á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Haukum á Akureyri. Jóhann Helgi Hannesson og Gunnar Örvar Stefánsson komu Þór í 2-0 áður en Darri Tryggvason minnkaði muninn fyrir Hauka.
