Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í 1. deild karla í fótbolta. BÍ/Bolungarvík fékk Grindavík í heimsókn og Grótta tók á móti Fjarðabyggð á Seltjarnarnesi.
Það var fjör í fyrri hálfleik á Ísafirði. Tomislav Misura kom Grindavík yfir gegn BÍ/Bolungarvík strax á 4. mínútu og Jósef Kristinn Jósefsson bætti öðru marki við fyrir Grindavík þegar 14 mínútur voru liðnar.
Heimamenn náðu að minnka muninn á 17. mínútu þegar Loic Cedric Mbang Ondo skoraði en Ondo lék á sínum tvö tímabil með Grindavík, 2011 og 2012.
Óli Baldur Bjarnason gerði hins vegar út um leikinn með þriðja marki Grindvíkinga á 57. mínútu og þar við sat. Lokatölur urðu 1-3 og þriðji sigur Grindvíkinga staðreynd.
Fjarðabyggð gerði góða ferð suður og vann öruggan 3-0 sigur á lánlausum Gróttumönnum. Nik Chamberlain, Elvar Ingi Vignisson og Sveinn Fannar Sæmundsson skoruðu mörk Fjarðabyggðar.
Þetta þýðir að Fjarðabyggð er komið í 2. sæti deildarinnar með 12 stig, Grindavík er í 7. sæti með 7 stig, BÍ/Bolungarvík er í 11. sæti með 3 stig og Grótta situr á botni deildarinnar með 1 stig og 1 mark skorað eftir 6 leiki.
Fjarðabyggð að stimpla sig inn í toppbaráttu

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
