Öruggt heilbrigðiskerfi til frambúðar er hagur allra landsmanna Rut Sigurjónsdóttir skrifar 11. júní 2015 15:26 Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar