Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 3-0 | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum skrifar 11. júní 2015 13:22 Íslenska U-21 árs landsliðið byrjaði undankeppni EM 2017 með öruggum 3-0 sigri á Makedóníu á Vodafone-vellinum í kvöld. Algjör draumabyrjun hjá íslenska liðinu sem spilaði stórvel í seinni hálfleik eftir mjög daufan fyrri hálfleik. Langt er í næsta leik í undankeppninni en þann 5. september mæta Íslendingar liði Frakka á heimavelli. Þremur dögum síðar tekur svo við leikur gegn Norður-Írum, einnig á heimavelli. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Ísland var meira með boltann en skapaði sér engin afgerandi færi. Uppspilið var hægt og lítil ákefð í sóknaraðgerðum liðsins. Kantmennirnir, Höskuldur Gunnlaugsson og Ævar Ingi Jóhannesson, voru lítið inni í leiknum en ljósið í sóknarmyrkrinu var Aron Elís Þrándarson sem var líflegur þótt það hafi lítið komið út úr hans aðgerðum. Íslenska vörnin spilaði mjög framarlega og Makedónarnir voru með einfalda leikáætlun en þeir reyndu ítrekað að stinga boltanum inn fyrir. Það munaði oft litlu að framherjar gestanna slyppu í gegn og það gerðist á 8. mínútu þegar Marjan Radeski komst í gegn en miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson elti hann uppi og komst fyrir skotið. Íslenska liðinu gekk betur að eiga við þessar stungusendingar eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og fyrir utan þetta eina færi ógnuðu gestirnir ekki neitt. Elías Már Ómarsson átti hættulegustu tilraun Íslendinga á 32. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór yfir eftir að Böðvar Böðvarsson renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar voru reyndar rólegar en á 55. mínútu braut Elías Már ísinn með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Böðvars frá vinstri. Markið kom nánast upp úr þurru en eftir það óx íslenska liðinu ásmegin og það keyrði hreinlega yfir gestina. Aron Elís var góður í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og var yfirburðamaður á vellinum. Aron virðist kunna vel við sig á Vodafone-vellinum en hann átti einnig magnaðan leik þegar Víkingur vann Val, 1-2, á þessum sama velli í Pepsi-deildinni í fyrra. Eina sem vantaði hjá Aroni í kvöld var að skora en hann skorti ekki færin til þess. Hann lagði hins vegar upp annað mark Íslands á 61. mínútu þegar hann fann Höskuld inni í teignum og Blikinn setti boltann af öryggi í markið framhjá Damjan Siskovski, markverði Makedóníu. Höskuldur, sem hefur spilað frábærlega með Breiðabliki í upphafi móts, vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik og hann kom Íslandi í 3-0 á 67. mínútu með sínu öðru marki, sem var í glæsilegri kantinum. Hann fíflaði þá varnarmenn gestanna, nánast á endalínunni, og skoraði svo úr þröngu færi. Staðan 3-0 og leik lokið. Makedónar fengu sitt besta færi á 82. mínútu en Rúnar Alex Rúnarsson varði vel frá varamanninum Jasir Asani. Íslenska liðið fékk tækifæri til að bæta við forystuna - þau bestu féllu í skaut Víkinganna Arons og Viktors Jónssonar - en fleiri urðu mörkin ekki. Öruggur sigur Íslands staðreynd sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.Höskuldur: Töluðum um að detta ekki niður á þeirra plan "Þetta er draumabyrjun og þessi leikur hefði hæglega getað endað fjögur, fimm núll, og það var mikilvægt að halda markinu hreinu," sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir öruggan 3-0 sigur íslenska U-21 árs landsliðsins á Makedóníu í kvöld. Höskuldur skoraði tvö marka Íslands en þetta voru hans fyrstu mörk fyrir U-21 árs landsliðinu, í hans öðrum landsleik. "Við vorum svolítið ragir í byrjun, bæði varnar- og sóknarlega en við náðum að stilla okkur af í seinni háfleik, komum fullir sjálfstrausts til leiks og fórum að spila boltanum," sagði Höskuldur en hvað breyttist hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik eftir fremur rólegar fyrstu 45 mínútur. "Við erum tiltölulega nýkomnir saman og vorum að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik. Í þeim seinni þorðum við að spila boltanum og taka góð hlaup. "Í hálfleik töluðum við um að detta ekki niður á þeirra plan. Mér fannst við geta gert miklu meira sem og við gerðum síðan í seinni hálfleik og keyrðum yfir þá," sagði Höskuldur sem var að vonum ánægður með mörkin tvö. "Þetta var algjör draumur og gaman að skora tvö fyrir framan fullt af áhorfendum sem voru mættir á völlinn." Höskuldur hefur byrjað tímabilið með Breiðabliki gríðarlega vel og segist fullur af sjálfstrausti. "Því fleiri leiki sem maður spilar á hærra getustigi því betur aðlagast maður og þorir fyrir vikið að gera fleiri hluti. Þessi reynsla er að hjálpa mér," sagði Höskuldur að lokum.Aron Elís: Er allur að koma til Aron Elís Þrándarson átti stórleik þegar Íslands vann öruggan 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U-21 árs landsliða í kvöld. Hann var að vonum sáttur með leikinn og spilamennsku íslenska liðsins. "Við stefndum á þetta og það er mikilvægt að byrja mótið vel. Við gerðum það í dag og fengum þrjú stig," sagði Aron og bætti við: "Við þurftum fyrri hálfleikinn til að slípa okkur saman og í þeim seinni fengum við fullt af færum og hefðum hæglega getað sett fleiri. "Þetta var fyrsti alvöru leikurinn okkar saman og við fengum lítinn tíma fyrir leikinn. En þetta eru allt toppstrákar og við gerðum vel í dag." Aron fékk sjálfur góð færi til að skora en tókst ekki. Það pirraði hann þó lítið í ljósi úrslitanna. "Við fengum þrjú stig og það er það sem skiptir máli. Ég náði að leggja upp eitt mark og gerði mitt besta fyrir liðið," sagði Aron sem er að komast á ferðina á ný eftir meiðsli og hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum Aalesund í Noregi. "Ég er allur að komast í gang. Formið er reyndar ekki 100% en þetta er allt að koma," sagði Aron að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið byrjaði undankeppni EM 2017 með öruggum 3-0 sigri á Makedóníu á Vodafone-vellinum í kvöld. Algjör draumabyrjun hjá íslenska liðinu sem spilaði stórvel í seinni hálfleik eftir mjög daufan fyrri hálfleik. Langt er í næsta leik í undankeppninni en þann 5. september mæta Íslendingar liði Frakka á heimavelli. Þremur dögum síðar tekur svo við leikur gegn Norður-Írum, einnig á heimavelli. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Ísland var meira með boltann en skapaði sér engin afgerandi færi. Uppspilið var hægt og lítil ákefð í sóknaraðgerðum liðsins. Kantmennirnir, Höskuldur Gunnlaugsson og Ævar Ingi Jóhannesson, voru lítið inni í leiknum en ljósið í sóknarmyrkrinu var Aron Elís Þrándarson sem var líflegur þótt það hafi lítið komið út úr hans aðgerðum. Íslenska vörnin spilaði mjög framarlega og Makedónarnir voru með einfalda leikáætlun en þeir reyndu ítrekað að stinga boltanum inn fyrir. Það munaði oft litlu að framherjar gestanna slyppu í gegn og það gerðist á 8. mínútu þegar Marjan Radeski komst í gegn en miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson elti hann uppi og komst fyrir skotið. Íslenska liðinu gekk betur að eiga við þessar stungusendingar eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og fyrir utan þetta eina færi ógnuðu gestirnir ekki neitt. Elías Már Ómarsson átti hættulegustu tilraun Íslendinga á 32. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór yfir eftir að Böðvar Böðvarsson renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar voru reyndar rólegar en á 55. mínútu braut Elías Már ísinn með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Böðvars frá vinstri. Markið kom nánast upp úr þurru en eftir það óx íslenska liðinu ásmegin og það keyrði hreinlega yfir gestina. Aron Elís var góður í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og var yfirburðamaður á vellinum. Aron virðist kunna vel við sig á Vodafone-vellinum en hann átti einnig magnaðan leik þegar Víkingur vann Val, 1-2, á þessum sama velli í Pepsi-deildinni í fyrra. Eina sem vantaði hjá Aroni í kvöld var að skora en hann skorti ekki færin til þess. Hann lagði hins vegar upp annað mark Íslands á 61. mínútu þegar hann fann Höskuld inni í teignum og Blikinn setti boltann af öryggi í markið framhjá Damjan Siskovski, markverði Makedóníu. Höskuldur, sem hefur spilað frábærlega með Breiðabliki í upphafi móts, vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik og hann kom Íslandi í 3-0 á 67. mínútu með sínu öðru marki, sem var í glæsilegri kantinum. Hann fíflaði þá varnarmenn gestanna, nánast á endalínunni, og skoraði svo úr þröngu færi. Staðan 3-0 og leik lokið. Makedónar fengu sitt besta færi á 82. mínútu en Rúnar Alex Rúnarsson varði vel frá varamanninum Jasir Asani. Íslenska liðið fékk tækifæri til að bæta við forystuna - þau bestu féllu í skaut Víkinganna Arons og Viktors Jónssonar - en fleiri urðu mörkin ekki. Öruggur sigur Íslands staðreynd sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.Höskuldur: Töluðum um að detta ekki niður á þeirra plan "Þetta er draumabyrjun og þessi leikur hefði hæglega getað endað fjögur, fimm núll, og það var mikilvægt að halda markinu hreinu," sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir öruggan 3-0 sigur íslenska U-21 árs landsliðsins á Makedóníu í kvöld. Höskuldur skoraði tvö marka Íslands en þetta voru hans fyrstu mörk fyrir U-21 árs landsliðinu, í hans öðrum landsleik. "Við vorum svolítið ragir í byrjun, bæði varnar- og sóknarlega en við náðum að stilla okkur af í seinni háfleik, komum fullir sjálfstrausts til leiks og fórum að spila boltanum," sagði Höskuldur en hvað breyttist hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik eftir fremur rólegar fyrstu 45 mínútur. "Við erum tiltölulega nýkomnir saman og vorum að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik. Í þeim seinni þorðum við að spila boltanum og taka góð hlaup. "Í hálfleik töluðum við um að detta ekki niður á þeirra plan. Mér fannst við geta gert miklu meira sem og við gerðum síðan í seinni hálfleik og keyrðum yfir þá," sagði Höskuldur sem var að vonum ánægður með mörkin tvö. "Þetta var algjör draumur og gaman að skora tvö fyrir framan fullt af áhorfendum sem voru mættir á völlinn." Höskuldur hefur byrjað tímabilið með Breiðabliki gríðarlega vel og segist fullur af sjálfstrausti. "Því fleiri leiki sem maður spilar á hærra getustigi því betur aðlagast maður og þorir fyrir vikið að gera fleiri hluti. Þessi reynsla er að hjálpa mér," sagði Höskuldur að lokum.Aron Elís: Er allur að koma til Aron Elís Þrándarson átti stórleik þegar Íslands vann öruggan 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U-21 árs landsliða í kvöld. Hann var að vonum sáttur með leikinn og spilamennsku íslenska liðsins. "Við stefndum á þetta og það er mikilvægt að byrja mótið vel. Við gerðum það í dag og fengum þrjú stig," sagði Aron og bætti við: "Við þurftum fyrri hálfleikinn til að slípa okkur saman og í þeim seinni fengum við fullt af færum og hefðum hæglega getað sett fleiri. "Þetta var fyrsti alvöru leikurinn okkar saman og við fengum lítinn tíma fyrir leikinn. En þetta eru allt toppstrákar og við gerðum vel í dag." Aron fékk sjálfur góð færi til að skora en tókst ekki. Það pirraði hann þó lítið í ljósi úrslitanna. "Við fengum þrjú stig og það er það sem skiptir máli. Ég náði að leggja upp eitt mark og gerði mitt besta fyrir liðið," sagði Aron sem er að komast á ferðina á ný eftir meiðsli og hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum Aalesund í Noregi. "Ég er allur að komast í gang. Formið er reyndar ekki 100% en þetta er allt að koma," sagði Aron að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira