Ungir hlauparar endurbyggja skóla í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 17:04 Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu 100 þúsund krónum. Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira