Lotus smíðar samkeppnisbíl Porsche Macan Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 15:12 Hinn ofurle´tti Lotus 3-Eleven. Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent