Sport

Bolt þarf að passa sig á Gatlin: Náði fimmta besta tíma sögunnar í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Justin Gatlin stingur keppinauta sína af í gær.
Justin Gatlin stingur keppinauta sína af í gær. vísir/getty
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin vann 200 metra hlaup karla á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir HM 2015 í gær, en hann kom í mark á 19,57 sekúndum.

Þetta er fimmti besti tími sögunnar í 200 metra hlaupi, en hina eiga Usain Bolt (19,19), Yohan Blake (19,26), Michael Johnson (19,32) og Walter Dix (19,53).

Gatlin kom á undan æfingafélaga sínum, Isiah Young, í mark sem hljóp á 19,93 sekúndum og Wallace Spearmon sem kláraði hlaupið á 20,10 sekúndum.

Þeir keppa allir í 200 metrunum á HM 2015 í Peking sem hefst 22. ágúst, en þar virðist Usain Bolt þurfa að passa sig á Gatlin sem lítur vel út þessa dagana.

„Þegar ég var að hita upp hugsaði ég með sjálfum mér: Nú fer ég bara þarna út og sendi keppinautum mínum skilaboð,“ sagði Justin Gatlin eftir hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×