Matthías Vilhjálmsson skoraði stórbrotið mark fyrir Start gegn Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Matthías með rosalegri hjólhestapsyrnu.
Aftenbladet í Noregi hefur nú birt upptöku af markinu, en það má sjá hér. Markið skoraði hann í 2-1 sigri gegn Álasund, en Start er í tíunda sætid eildarinnar.
„Þetta var mitt flottasta mark á ferlinum, augljóslega. Ég skoraði einnig með hjólhestaspyrnu gegn Sogndal 2013 og svo hef ég skorað nokkuð á Íslandi. Þetta var mjög fínt gegn góðu Álasund-liði,” sagði Matthías í leikslok.
„Ég hef reynt þetta nokkrum sínum á mínum ferli. Það hefur ekki alltaf endað vel, en ég var heppinn og þetta gekk vel upp.”
„Þetta var erfitt ár í fyrra, en ég vissi ég þyrfti að koma sterkur til baka og sýna karakter. Það hef ég gert. Strárkarnir eru einnig duglegir að leggja upp fyrir mig.”
Ísfirðingurinn var orðaður við rússneskt lið á dögunum, en hann segist ekki hugsa út í það og segir honum líði vel í Kristiasand.
„Ég hugsa ekki út í það. Ég er með hugann minn við Start og mér og fjölskyldunni líður vel í Kristiansand. Það er frábær bær,” sagði Matthías.
Sjáðu magnaða hjólhestaspyrnu Matthíasar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

