Þróttur vann mikilvægan sigur á Fjarðabyggð í toppbaráttu fyrstu deildar karla í dag, en leikið var á gervigrasvellinum í Laugardal. Lokatölur urðu 2-1.
Hlynur Hauksson kom Þrótti yfir með þrumuskoti eftir laglegt spil og staðan varð 2-0 fyrir Þrótt eftir ótrúlegt sjálfsmark Bjarna Marks Antonssonar á 25. mínútu.
Brynjar Jónasson minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok fyrir Fjarðabyggð, en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur Þróttara.
Með sigrinum eru þeir á toppnum með 21 stig, en Fjarðabyggð er í því þriðja með fimmtán.
Þróttur R. - Fjarðabyggð 2-1
1-0 Hlynur Hauksson (16.), 2-0 Bjarni Mark Antonsson (25.), 2-1 Brynjar Jónasson (88.).
Þróttur aftur á sigurbraut
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Segja Sölva hæðast að Bröndby
Fótbolti

Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga
Fótbolti

Fékk flugeld í punginn í leik
Fótbolti

Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama
Enski boltinn


Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja
Íslenski boltinn




Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United
Enski boltinn