Porsche ætlar að kæra kínverska eftiröpun Macan Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 11:32 Hér sést hve líkur Zoyte T700 er Porsche Macan. Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent