Sveinbjörn Iura tapaði fyrir þýskum andstæðingi í fyrstu umferð -81 kg flokki júdókeppninnar á Evrópuleikunum sem nú fara fram í fyrsta sinn í Bakú.
Sveinbjörn tapaði fyrir Alexander Wieczerzak frá Þýskalandi en hann er fyrrverandi heimsmeistari 20 ára og yngri.
Sveinbjörn náði að skora Yuko í bardaganum en sá þýski vann sigur á Ippon þegar 3:57 mínútur voru eftir.
Wieczerzak er nú þegar búinn að vinna næstu þrjár glímur, allar á Ippon, og er kominn í fjórðungsúrslit.
Sveinbjörn tapaði í fyrstu umferð
Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar

Mest lesið




„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

