Enski boltinn

Eva Björk spilar enn á ný fyrir eiginmanninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Björk Hlöðversdóttir.
Eva Björk Hlöðversdóttir. Mynd/Heimasíða Vals
Eva Björk Hlöðversdóttir mun spila með Valskonum í Olís-deild kvenna á næsta tímabil en Valsmenn tilkynntu um samninginn á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Vals í dag.

Eva Björk Hlöðversdóttir er 35 ára línumaður sem er uppalin í Gróttu en hún hefur einnig spilað með ÍBV og Volda í Noregi.

Eva Björk Hlöðversdóttir er eiginkona Alfreðs Finnssonar sem hefur nú tekið við þjálfun liðsins af Óskari Bjarna Óskarssyni.

Eva Björk hefur einnig spilað undir stjórn Alfreðs hjá Gróttu, ÍBV og norska liðinu Volda en þau unnu síðast saman á Íslandi hjá Gróttu 2007-2008. Eva Björk lék með ÍBV þegar Alfreð gerði Eyjakonur að Íslandsmeisturum.

„Eva kemur með mikla reynslu í Valsliðið og er afar öflugur varnarmaður. Hún smellpassar því inn í liðið, sem er orðið afar spennandi blanda eldri og yngri leikmanna. Við bjóðum Evu hjartanlega velkomna í Val," segir í fréttinni á síðu Valsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×