Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. júní 2015 12:00 Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira