Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 11:30 Gunnar Helgason með fyrri laxinn úr Laxá í Leirársveit í gær Laxá í Leirársveit hefur ekki farið varhluta af hlýindum síðustu daga og nokkuð mikið vatn er í ánni vegna snjóbráðar. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að laxinn gangi í ánna en hann virðist ekki sérstaklega spenntur fyrir því að ganga upp fyrir Laxfoss vegna vatnsmagns. Bræðurnir Ási og Gunni Helga voru í ánni í gær ásamt Þóri Grétari hjá Veiðiflugum og gerðu þeir félagar góðann túr. Mest líf var í Laxfossi þar sem þeir náðu nokkrum, settu í nokkra og misstu líka þannig að greinilega er laxinn að safnast þar saman en á líklega eftir að spretta upp í ánna um leið og hún sjatnar. Þeir félagar hentu í smá pistil um ferðina sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi.Laxá í Leirársveit. Veiðiskýrsla. Við Þórir Grétar vorum mættir uppeftir klukkan 06.04 því það tekur ekki nema 20 mínútur að keyra þangað en ekki klukkutíma eins og ég hélt! Við bjuggumst ekki við neinu enda áin nýbúin að opna. Þess vegna vorum við ánægjulega hissa á að uppgötva hversu stórkostleg áin er. Steinsnar frá bænum, kostar minna en tvær vaktir í Elliðaánum og endalaus fjöldi af kynþokkafullum veiðistöðum.Við byrjuðum í Miðfellsfljóti og skönnuðum nokkra staði á hverju svæði en urðum lítið varir við fisk nema í Kvíastreng. En í Laxfossi gerðust ævintýrin rétt fyrir hádegi eða á Sunray Time! Stöðugt líf, eltingaleikir og vesen, tveir misstir og tveir náðir. Smálax og stórlax. Þórir barðist við einn lengi lengi sem hann tók á Metallicu tungsten smatúbu en klúðraði gersamlega löndun með því að skella skolleyrum við góðum ráðum frá makkernum. Núnú... við áttum fossinn aftur seinast í kvöld og það var ljóst að fiskurinn hafði fjölgað sér hratt og var nú allur á lofti. Ási bróðir var mættur með maðkinn sinn og skipti engum togum að hann setti í einn ... en missti hann. Hann setti strax í annan en lenti í sömu gildru og Þórir Grétar að hlusta ekki á eina manninn af okkur þremur sem hafði landað fiski þarna í fossinum!!! Því fór sem fór. Fiskurinn sleit í löndun og tíminn var búinn. Við erum fáránlega staðráðnir í að fara þangað aftur því eins ótrúlegt og það hljómar er enn mikið laust og hægt að kaupa staka stangardaga eins og við gerðum. Takk fyrir okkur. Þetta var GEÐVEIKT!! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Laxá í Leirársveit hefur ekki farið varhluta af hlýindum síðustu daga og nokkuð mikið vatn er í ánni vegna snjóbráðar. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að laxinn gangi í ánna en hann virðist ekki sérstaklega spenntur fyrir því að ganga upp fyrir Laxfoss vegna vatnsmagns. Bræðurnir Ási og Gunni Helga voru í ánni í gær ásamt Þóri Grétari hjá Veiðiflugum og gerðu þeir félagar góðann túr. Mest líf var í Laxfossi þar sem þeir náðu nokkrum, settu í nokkra og misstu líka þannig að greinilega er laxinn að safnast þar saman en á líklega eftir að spretta upp í ánna um leið og hún sjatnar. Þeir félagar hentu í smá pistil um ferðina sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi.Laxá í Leirársveit. Veiðiskýrsla. Við Þórir Grétar vorum mættir uppeftir klukkan 06.04 því það tekur ekki nema 20 mínútur að keyra þangað en ekki klukkutíma eins og ég hélt! Við bjuggumst ekki við neinu enda áin nýbúin að opna. Þess vegna vorum við ánægjulega hissa á að uppgötva hversu stórkostleg áin er. Steinsnar frá bænum, kostar minna en tvær vaktir í Elliðaánum og endalaus fjöldi af kynþokkafullum veiðistöðum.Við byrjuðum í Miðfellsfljóti og skönnuðum nokkra staði á hverju svæði en urðum lítið varir við fisk nema í Kvíastreng. En í Laxfossi gerðust ævintýrin rétt fyrir hádegi eða á Sunray Time! Stöðugt líf, eltingaleikir og vesen, tveir misstir og tveir náðir. Smálax og stórlax. Þórir barðist við einn lengi lengi sem hann tók á Metallicu tungsten smatúbu en klúðraði gersamlega löndun með því að skella skolleyrum við góðum ráðum frá makkernum. Núnú... við áttum fossinn aftur seinast í kvöld og það var ljóst að fiskurinn hafði fjölgað sér hratt og var nú allur á lofti. Ási bróðir var mættur með maðkinn sinn og skipti engum togum að hann setti í einn ... en missti hann. Hann setti strax í annan en lenti í sömu gildru og Þórir Grétar að hlusta ekki á eina manninn af okkur þremur sem hafði landað fiski þarna í fossinum!!! Því fór sem fór. Fiskurinn sleit í löndun og tíminn var búinn. Við erum fáránlega staðráðnir í að fara þangað aftur því eins ótrúlegt og það hljómar er enn mikið laust og hægt að kaupa staka stangardaga eins og við gerðum. Takk fyrir okkur. Þetta var GEÐVEIKT!!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði