Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence day Birgir Olgeirsson skrifar 24. júní 2015 00:02 Hvíta húsið í Bandaríkjunum fékk að finna fyrir því í fyrri myndinni. Vísir/Imdb.com Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum. Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum.
Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23