Cameron grét þegar hann heyrði Titanic-tónlist Horners Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 22:33 James Horner og James Cameron störfuðu saman að þremur myndum, Aliens, Titanic og Avatar. Vísir/Getty Margir hafa minnst bandaríska kvikmyndatónskáldsins James Horner eftir að hann fórst í flugslysi í gær. Þeirra á meðal er leikstjórinn James Cameron en Horner samdi kvikmyndatónlist fyrir myndirnar Aliens, Titanic og Avatar, sem Cameron leikstýrði.Cameron segir samstarf þeirra hafa byrjað brösuglega en Horner hafði tvíbókað sig þegar kom að því að semja tónlist fyrir Aliens á níunda áratug síðustu aldar. Horner kláraði verkið á einum og hálfum degi og þurfti Cameron og teymi hans að klippa tónlistina við myndina. Leikstjórinn vildi þó vinna aftur með Horner og fékk hann til liðs við sig fyrir kvikmyndina Titanic og gekk það ögn betur í það skiptið. Horner hlaut tvenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og fyrir besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd, en lagið MyHeartWillGoOn varð eitt það vinsælasta á tíunda áratug síðustu aldar.Cameron var svo hrifin af tónlist Horners fyrir myndina að hann sagðist hafa tárast þegar hann heyrði hana í fyrsta skiptið. Leikstjórinn segir síðustu minningu sína um Horner Titanic-tengda en í apríl síðastliðnum lék sinfóníusveit Royal Albert Hall tónlistina úr Titanic í heild sinni á meðan myndin var sýnd. „Það var tilfinningaþrungin stund og ég er glaður að hún sé síðasta minningin mín um James. Þeir þurftu að texta myndina því talið heyrðist ekki fyrir sveitinni. Ég hugsaði með mér að svona hefði James hugsað sér myndina.“ Tónlist Tengdar fréttir Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
Margir hafa minnst bandaríska kvikmyndatónskáldsins James Horner eftir að hann fórst í flugslysi í gær. Þeirra á meðal er leikstjórinn James Cameron en Horner samdi kvikmyndatónlist fyrir myndirnar Aliens, Titanic og Avatar, sem Cameron leikstýrði.Cameron segir samstarf þeirra hafa byrjað brösuglega en Horner hafði tvíbókað sig þegar kom að því að semja tónlist fyrir Aliens á níunda áratug síðustu aldar. Horner kláraði verkið á einum og hálfum degi og þurfti Cameron og teymi hans að klippa tónlistina við myndina. Leikstjórinn vildi þó vinna aftur með Horner og fékk hann til liðs við sig fyrir kvikmyndina Titanic og gekk það ögn betur í það skiptið. Horner hlaut tvenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu kvikmyndatónlistina og fyrir besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd, en lagið MyHeartWillGoOn varð eitt það vinsælasta á tíunda áratug síðustu aldar.Cameron var svo hrifin af tónlist Horners fyrir myndina að hann sagðist hafa tárast þegar hann heyrði hana í fyrsta skiptið. Leikstjórinn segir síðustu minningu sína um Horner Titanic-tengda en í apríl síðastliðnum lék sinfóníusveit Royal Albert Hall tónlistina úr Titanic í heild sinni á meðan myndin var sýnd. „Það var tilfinningaþrungin stund og ég er glaður að hún sé síðasta minningin mín um James. Þeir þurftu að texta myndina því talið heyrðist ekki fyrir sveitinni. Ég hugsaði með mér að svona hefði James hugsað sér myndina.“
Tónlist Tengdar fréttir Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
Höfundur My heart will go on talinn látinn Ekki hefur heyrst frá James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Titanic, frá því að flugvél hans brotlenti í Kaliforníu. 23. júní 2015 15:26