Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 22:30 Brandon Thatch er virkilega öflugur bardagakappi. vísir/getty UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí. MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira
UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí.
MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira
Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30