BMW M7 í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 09:56 BMW 7-línan af árgerð 2016. Þessa dagana er BMW að kynna nýja kynslóð flaggskips síns, BMW 7-línuna, síns stærsta fólksbíls. Hann mun fást í nokkrum útgáfum, sem fyrr, en mesta athygli vekur að loksins ætlar BMW að bjóða 7-línuna í M-útgáfu. Það verður aflmesta útgáfa bílsins þrátt fyrir að bíllinn muni einnig bjóðast í Alpina útgáfu sem verður 600 hestöfl og í 760i útgáfu með V12 vél. Aflminnsta bensínútgáfa BMW 7 verður með 6 strokka og 320 hestafla forþjöppuvél. Hann verður einnig í boði með 445 hestafla V8 vél með tveimur forþjöppum. Dísdilútgáfan fær 3,0 lítra og 261 hestafla vél og enn ein útgáfa hans verður Hybrid og með 320 hestafla drifrás. Með M-útgáfu 7-línunnar ætlar BMW að standa sig í samkeppninni við Audi S8, Jaguar XJR og Mercedes Benz S63 AMG. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Þessa dagana er BMW að kynna nýja kynslóð flaggskips síns, BMW 7-línuna, síns stærsta fólksbíls. Hann mun fást í nokkrum útgáfum, sem fyrr, en mesta athygli vekur að loksins ætlar BMW að bjóða 7-línuna í M-útgáfu. Það verður aflmesta útgáfa bílsins þrátt fyrir að bíllinn muni einnig bjóðast í Alpina útgáfu sem verður 600 hestöfl og í 760i útgáfu með V12 vél. Aflminnsta bensínútgáfa BMW 7 verður með 6 strokka og 320 hestafla forþjöppuvél. Hann verður einnig í boði með 445 hestafla V8 vél með tveimur forþjöppum. Dísdilútgáfan fær 3,0 lítra og 261 hestafla vél og enn ein útgáfa hans verður Hybrid og með 320 hestafla drifrás. Með M-útgáfu 7-línunnar ætlar BMW að standa sig í samkeppninni við Audi S8, Jaguar XJR og Mercedes Benz S63 AMG.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent