Erlent

ISIS stillir upp sprengjum við fornar rústir

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Palmyra.
Frá Palmyra. Vísir/EPA
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir hafa komið fyrir sprengjum víða um rústir fornu borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Rústirnar eru á minjaskrá Unesco og féllu í hendur ISIS fyrir um mánuði síðan.

Nú er óttast að þær verði sprengdar í loft upp. Það hafa samtökin gert við aðrar rústir eins og Nimrud í Írak.

Mannréttindasamtök í Sýrlandi sem og íbúar í Palmyra hafa staðfest þetta í samtali við Al-Jazeera. Þar kemur fram að mögulega muni ISIS sprenga rústirnar til að hefna fyrir fjölmargar loftárásir stjórnvalda síðustu daga. Áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi var Palmyra helsti ferðamannastaður landsins.

Annað sem kemur til greina er að með því að hóta að sprengja rústirnar gætu vígamennirnir komið i veg fyrir sókn stjórnarhersins.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×