Félagsmenn Starfsgreinasambandsins hafa samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins. Tæp 80% greiddu atkvæði með því að samþykkja samningana en nei sögðu 18,4%. Auðir seðlar voru 1,6%. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag.
Á kjörskrá voru 9.589 manns en rúmlega fjórðungur þeirra greiddi atkvæði. SGS fór með umboð fyrir fimmtán aðildarfélög í viðræðunum.
Niðurstöðurnar voru alls staðar afgerandi og teljast samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn því samþykktir hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu – Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Samstöðu stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar.
Starfsgreinasambandið samþykkir kjarasamninga við SA

Tengdar fréttir

Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag
Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest.

Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar
65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu.

SGS frestar verkfallsaðgerðum
„Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga,“ segir í tilkynningu.

Helmingur kvenna í þjónustustörfum orðið fyrir kynferðislegri áreitni
41 prósent þeirra sem starfað hafa í þjónustustöfum á síðustu 10 árum hafi orðið fyrir áreitni.