Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Gróttu af velli í fyrstu deild karla í gærkvöldi, en lokatölur urðu 4-0 sigur Hauka eftir að staðan var 1-0 í hálfleik.
Aron Jóhannsson kom Haukum yfir undir lok fyrri hálfleiks með þrumufleyg og Björgvin Stefánsson skoraði svo í upphafi síðari hálfleiks.
Björgvin skoraði annað mark sitt og þriðja mark Hauka á 63. mínútu, en hann fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-0.
Haukarnir komust með sigirnum upp í sjötta sæti deildarinnar, en þeir hafa unnið þrjá leiki í sumar, alla á heimavelli. Það gengur ekki né rekur hjá Gróttu sem er á botninum með eitt og markatöluna 1-16.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu þrumufleyg Arons og þrennu Björgvins
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið





Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti



Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn