Lögreglumaður dæmdur fyrir að skalla mann og nefbrjóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 16:30 Árásin átti sér stað fyrir utan Hlöllabáta í Keflavík. Vísir/Pjetur 23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira