Segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 10:31 Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent. Wow Cyclothon Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent.
Wow Cyclothon Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira