Söngvarinn tjaslaði varnarjaxlinum saman | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 22:40 Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10