Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2015 14:21 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45