Fyrirliði SJK: FH gæti verið í toppbaráttunni í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 13:05 Þjálfari SJK og fyrirliðinn alveg öskrandi hress á blaðamannafundi í dag. vísir/andri marinó „Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
„Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira