Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 12:57 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, er sögð lofa góðu. Vísir Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðarinnar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity. Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin var sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefnunni CineEurope í Barcelona í síðustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. September og mun er fyrrnefndur Alfonso Cuarón formaður aðaldómnefndar hennar. Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðarinnar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity. Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin var sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefnunni CineEurope í Barcelona í síðustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. September og mun er fyrrnefndur Alfonso Cuarón formaður aðaldómnefndar hennar.
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31
Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42