Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Karl Lúðvíksson kalli@365.is skrifar 8. júlí 2015 09:00 Mikil veiði er í Norðurá þessa dagana Mynd: www.nordura.is Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Norðurá en mikill kraftur er í göngunum í ánna. Á hádegi í gær voru komnir 540 laxar á land sem er frábær veiði með tilliti til að heildarveiðin í fyrra var 924 laxar. Í gær fengum við þær fregnir frá Einari Sigfússyni að tvær vaktir hafi tekið 71 lax og mikið slapp þar sem tökurnar eru mjög grannar í því blíðskaparveðri sem hefur leikið um Borgarfjörðinn. "Það er svakalega mikið líf í ánni og frá Laxfossi og niður er hún bara blá af laxi og það er stanslaust að ganga inn fiskur" sagði Einar Sigfússon þegar við spjölluðum við hann. Veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni taka undir þetta og nú bíða menn spenntir eftir því að laxinn fari að ganga í meiri mæli upp Glanna en þá verður efra svæðið í Norðurá vel virkt. Miðað við gang mála er því alveg óhætt að spá því að Norðurá gæti endað í 1400-1500 löxum í sumar sem verður miðað við gang mála í dag að teljast ansi hógvær spá. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Norðurá en mikill kraftur er í göngunum í ánna. Á hádegi í gær voru komnir 540 laxar á land sem er frábær veiði með tilliti til að heildarveiðin í fyrra var 924 laxar. Í gær fengum við þær fregnir frá Einari Sigfússyni að tvær vaktir hafi tekið 71 lax og mikið slapp þar sem tökurnar eru mjög grannar í því blíðskaparveðri sem hefur leikið um Borgarfjörðinn. "Það er svakalega mikið líf í ánni og frá Laxfossi og niður er hún bara blá af laxi og það er stanslaust að ganga inn fiskur" sagði Einar Sigfússon þegar við spjölluðum við hann. Veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni taka undir þetta og nú bíða menn spenntir eftir því að laxinn fari að ganga í meiri mæli upp Glanna en þá verður efra svæðið í Norðurá vel virkt. Miðað við gang mála er því alveg óhætt að spá því að Norðurá gæti endað í 1400-1500 löxum í sumar sem verður miðað við gang mála í dag að teljast ansi hógvær spá.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði