Mastercard vill kortleggja viðskiptahætti bíleigenda Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 15:00 Vill safna upplýsingum fyrir tryggingafélög og auglýsingafyrirtæki. Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent
Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent