Dacia með 2 nýja fyrir S-Ameríku Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 12:45 Dacia Sandero RS. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia sem er í eigu Renault hefur gengið ákaflega vel á síðustu árum og stóraukið sölu sína, ekki bara í Evrópu. Í S-Ameríku hafa Dacia bílar selst vel og því hefur Dacia ákveðið að setja þar á markað tvær nýjar gerðir, sem þó eru báðar byggðar á þekktum bílum þeirra. Annar þeirra er pallbíll sem byggður er á Dacia Duster jepplingnum og fellur í flokk pallbíla milli 1 og 1,5 tonn. Hann er því með minni pallbílum og þar sem hann er miklu ódýrari en hinir stóru bandarísku pallbílar má búast við ágætri sölu hans. Hinn bíllinn er Sandero RS 2,0, sportútgáfa af Sandero bílnum. Hann er með 145 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á 8,5 sekúndum. Þarna er á ferð ódýr sportbíll, sem er þó samt á 17 tommu felgum, mun huggulegri innréttingu en í grunnbílnum, sportfjöðrun og sportlegri stýringu, auk öflugra diskabremsa. Það var sportbíladeild Renault sem sá um hönnun og útfærslu bílsins og á myndinni að dæma hefur ágætlega tekist til. Báðir þessir bílar verða í fyrstu eingöngu markaðssettir í S-Ameríku og voru kynntir á nýafstaðinni bílasýningu í Buenos Aires í Argentínu. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia sem er í eigu Renault hefur gengið ákaflega vel á síðustu árum og stóraukið sölu sína, ekki bara í Evrópu. Í S-Ameríku hafa Dacia bílar selst vel og því hefur Dacia ákveðið að setja þar á markað tvær nýjar gerðir, sem þó eru báðar byggðar á þekktum bílum þeirra. Annar þeirra er pallbíll sem byggður er á Dacia Duster jepplingnum og fellur í flokk pallbíla milli 1 og 1,5 tonn. Hann er því með minni pallbílum og þar sem hann er miklu ódýrari en hinir stóru bandarísku pallbílar má búast við ágætri sölu hans. Hinn bíllinn er Sandero RS 2,0, sportútgáfa af Sandero bílnum. Hann er með 145 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á 8,5 sekúndum. Þarna er á ferð ódýr sportbíll, sem er þó samt á 17 tommu felgum, mun huggulegri innréttingu en í grunnbílnum, sportfjöðrun og sportlegri stýringu, auk öflugra diskabremsa. Það var sportbíladeild Renault sem sá um hönnun og útfærslu bílsins og á myndinni að dæma hefur ágætlega tekist til. Báðir þessir bílar verða í fyrstu eingöngu markaðssettir í S-Ameríku og voru kynntir á nýafstaðinni bílasýningu í Buenos Aires í Argentínu.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira