„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2015 15:18 Gamli Gaukurinn er einn þeirra staða sem mun taka breytingum. vísir/pjetur „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
„Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira