„Fullkomið tómlæti“ og „óskiljanleg vinnubrögð“ ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 12:28 Páll Halldórsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir í dómsal í morgun. vísir/gva Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31
Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11
Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00