Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupadrottning úr FH, setti tvö aldursflokkamet í 300 metra hluapi á Gautaborgaleikunum í frjálsum íþróttum í dag, en Þórdís stóð sig afar vel á mótinu.
Hún sigraði í greininni í 15 ára flokki stúlkna, en hún hljóp á 39,39 sekúndum. Með þessum tíma slær Þórdís metið í 15 ára flokki og einnig í 16-17 ára flokki og bætti því hún 35 ára gamalt met í 16-17 ára flokknum.
Þórdís gerði vel á mótinu, en auk þess að vinna 300 metra hlaupið slenti hún í öðru sætinu í 80 metra hlaupi. Morgunblaðið greinir frá þessu á vef sínum.
Ragúel Pino Alexandersson, úr UFA, setti met í flokki 14 ára stráka, en hann hljóp 300 metrana á 39,29 sekúndum og bætti 34 ára gamalt met.
