Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2015 10:00 Stefán Bjarki Óttarsson með maríulaxinn sinn sem hann veiddi á föstudaginn í Elliðaánum Mynd: KL Elliðaárnar eru að gefa fína veiði og þarna við bakkann hefur margur veiðimaðurinn fæðst þegar hann hefur landað fyrsta laxinum sínum. Bræðurnir Ómar Smári og Stefán Bjarki voru að veiða í ánni á föstudaginn eftir hádegi og áttu sannarlega eftirminnilegann dag við ánna. Óttar, eldri bróðirinn, tók yngri bróðir sinn með sér og sendi okkur þessa skemmtilegu frétt."Ég og bróðir minn Stefán Bjarki Óttarsson. vorum við veiðar í elliðaánum seinasta föstudag eftir hádegi og gekk bara frekar vel. Aðal planið var að láta Stefán 6 ára bróðir minn að fá lax og væri það bara plús að fá fleiri. Við gengum að byrja í fossinum og vorum við sáttir með það. Við byrjuðum að renna maðkinum í fossinn en ekkert gerðist eftir langan tíma. þá prufaði ég að labba fyrir ofan fossinn til að komast að bakkanum hinumegin og kíkja á staðinn þá sá ég í sporðinn á tveimur löxum og sá ef þá hvar þeir voru staðsettir í fossinum. Ég segi Stefáni að kasta vel hægra megin í fossinn og láta reka beint að þeim. Þá var tekið strax maðkinn og Stefán varð vel spentur ég sagði honum til hvernig hann ætti að þreyta laxinn. Laxinn var alveg brjálaður og stök oft upp og reif vel í. Eftir svona 10 mínútna baráttu þá háfaði ég laxinn fyrir Stefán og var þetta fallegur 6 punda lax. Ég hef bara aldrei séð svona stórt bros á litla bróður mínum enda var þetta mariulaxinn hans. Hann reyndi að bíta veiðiuggan af en gekk frekar ílla því hann Stefán er hálf tanlaus greyið. Svo fórum við á breiðuna og þar setti ég í einn fallegan lax á hálf ógeðslega bleika flugu sá lax sleit sig lausan eftir stutta baráttu. En þetta var æðisleg ferð í elliðaárnar og var markmiðinu náð". Við óskum þessum knáa veiðimanni til lukku með fyrsta laxinn sinn. Mest lesið Dagbók Urriða komin út Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði
Elliðaárnar eru að gefa fína veiði og þarna við bakkann hefur margur veiðimaðurinn fæðst þegar hann hefur landað fyrsta laxinum sínum. Bræðurnir Ómar Smári og Stefán Bjarki voru að veiða í ánni á föstudaginn eftir hádegi og áttu sannarlega eftirminnilegann dag við ánna. Óttar, eldri bróðirinn, tók yngri bróðir sinn með sér og sendi okkur þessa skemmtilegu frétt."Ég og bróðir minn Stefán Bjarki Óttarsson. vorum við veiðar í elliðaánum seinasta föstudag eftir hádegi og gekk bara frekar vel. Aðal planið var að láta Stefán 6 ára bróðir minn að fá lax og væri það bara plús að fá fleiri. Við gengum að byrja í fossinum og vorum við sáttir með það. Við byrjuðum að renna maðkinum í fossinn en ekkert gerðist eftir langan tíma. þá prufaði ég að labba fyrir ofan fossinn til að komast að bakkanum hinumegin og kíkja á staðinn þá sá ég í sporðinn á tveimur löxum og sá ef þá hvar þeir voru staðsettir í fossinum. Ég segi Stefáni að kasta vel hægra megin í fossinn og láta reka beint að þeim. Þá var tekið strax maðkinn og Stefán varð vel spentur ég sagði honum til hvernig hann ætti að þreyta laxinn. Laxinn var alveg brjálaður og stök oft upp og reif vel í. Eftir svona 10 mínútna baráttu þá háfaði ég laxinn fyrir Stefán og var þetta fallegur 6 punda lax. Ég hef bara aldrei séð svona stórt bros á litla bróður mínum enda var þetta mariulaxinn hans. Hann reyndi að bíta veiðiuggan af en gekk frekar ílla því hann Stefán er hálf tanlaus greyið. Svo fórum við á breiðuna og þar setti ég í einn fallegan lax á hálf ógeðslega bleika flugu sá lax sleit sig lausan eftir stutta baráttu. En þetta var æðisleg ferð í elliðaárnar og var markmiðinu náð". Við óskum þessum knáa veiðimanni til lukku með fyrsta laxinn sinn.
Mest lesið Dagbók Urriða komin út Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar Veiði Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði