Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. júlí 2015 11:00 Viktoría Hermannsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið." Verkfall 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið."
Verkfall 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira