Svo virðist sem Viking Stavanger ætli ekki að selja íslenska landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur láta hann fara frítt þegar samningur leikmannsins rennur út í lok ársins.
Fram kemur á vef Aftenbladet í dag að Viking sé búið að hafna öðru tilboði þýska 2. deildar liðsins Kaiserslautern í Jón Daða sem greint var frá að hefði borist í gær.
Fyrra tilboðið var sagt á bilinu 35-50 milljónir íslenskra króna og nú hefur öðru og hærra tilboði í leikmanninn einnig verið hafnað.
Viking er að missa einn sinn besta mann undanfarin ár, Veton Berisha, þegar glugginn verður opnaður og virðist félagið ekki líka ætla að missa Jón Daða. Viking er í góðri stöðu í deildinni í þriðja sæti og komið í átta liða úrslit bikarsins.
Jón Daði hefur verið í aukahlutverki á leiktíðinni og komið sjö sinnum inn á af bekknum af þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað. Hann er búinn að skora fjögur mörk í deildinni en vera mjög öflugur í bikarnum.
Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða
Tómas Þór Þóraðrson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
