Mesta bílasala í Bandaríkjunum í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 12:15 Ford F-150 er söluhæsta eistaka bílgerðin í Bandaríkjunum. Nú þegar helmingur er liðinn árs stefnir í 17 milljón bíla sölu í Bandaríkjunum og hefur bílasala ekki verið meiri síðustu 10 ár. Það sem einkennir söluna á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins vestra eru vinsældir jeppa og jepplinga og það á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Sem fyrr eru pallbílar afar vinsælir, en sala þeirra skilar bandarísku framleiðendunum miklum tekjum þar sem framlegð af þeim er mun hærri en af þeim fólksbílum sem þau framleiða. Þar er samkeppnin harðari frá erlendum framleiðendum, sérstaklega japönskum og þýskum. Pallbílarnir njóta 25% verndartolla og því eiga erlendir framleiðendur erfitt með að selja þá í samkeppni við tollalausa bandaríska pallbíla. Söluhæsta einstaka bílgerðin á fyrri helmingi ársins er Ford F-150 pallbíllinn og seldust 357.180 eintök af honum. Söluhæsti fólksbíllinn var Toyota Camry með 215.816 bíla sölu og söluhæsti smábílinn var Toyota Corolla með 190.131 seldan bíl. Söluhæstu jepplingurinn var Honda CR-V með 163.018 eintök seld. Af einstökum bílaframleiðendum gekk Mitsubishi best með 32,3% meiri sölu en í fyrra. Nissan var með 13,3% aukningu, Jaguar/Land Rover 11,0%, Audi 8,3% og Fiat-Chrysler með 8% aukningu. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Nú þegar helmingur er liðinn árs stefnir í 17 milljón bíla sölu í Bandaríkjunum og hefur bílasala ekki verið meiri síðustu 10 ár. Það sem einkennir söluna á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins vestra eru vinsældir jeppa og jepplinga og það á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Sem fyrr eru pallbílar afar vinsælir, en sala þeirra skilar bandarísku framleiðendunum miklum tekjum þar sem framlegð af þeim er mun hærri en af þeim fólksbílum sem þau framleiða. Þar er samkeppnin harðari frá erlendum framleiðendum, sérstaklega japönskum og þýskum. Pallbílarnir njóta 25% verndartolla og því eiga erlendir framleiðendur erfitt með að selja þá í samkeppni við tollalausa bandaríska pallbíla. Söluhæsta einstaka bílgerðin á fyrri helmingi ársins er Ford F-150 pallbíllinn og seldust 357.180 eintök af honum. Söluhæsti fólksbíllinn var Toyota Camry með 215.816 bíla sölu og söluhæsti smábílinn var Toyota Corolla með 190.131 seldan bíl. Söluhæstu jepplingurinn var Honda CR-V með 163.018 eintök seld. Af einstökum bílaframleiðendum gekk Mitsubishi best með 32,3% meiri sölu en í fyrra. Nissan var með 13,3% aukningu, Jaguar/Land Rover 11,0%, Audi 8,3% og Fiat-Chrysler með 8% aukningu.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent