Sport

Tristan Freyr þrettándi í tugþraut

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tristan Freyr Jónsson
Tristan Freyr Jónsson vísir/vilhelm
Tristan Freyr Jónsson varð í 13. sæti í tugþraut á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri en keppni lauk í dag. Hann lauk keppni með 7203 stig. Mótið var haldið í Eskilsstuna í Svíþjóð.

Bestum árangri náði Tristan í hlaupagreinunum fjórum. Hann varð fimmti í hundrað metra hlaupi á tímanum 10.93, fjórði í 400 metrum á 49.73, 110 metra grindahlaup hljóp hann á 14.44 og náði persónulegu meti í 1500 metra hlaupi á tímanum fjórum mínútum, 49 sekúndum og 69 sekúndubrotum.

Að auki bætti hann sig í kringlukasti og hástökki og að auki átti hann afar gott stangarstökk þar sem hann fór yfir 4.40 metra. Spjótkastið stríddi honum hins vegar töluvert.

Tristan Freyr átján ára og á hann því ár eftir í flokknum. Íslandsmetið í flokknum á Einar Daði Lárusson en það er 7394 stig frá árinu 2009. Hann á enn talsvert í að ná Íslandsmetinu í greininni en það á faðir hans, Jón Arnar Magnússon, en hann náði 8573 stigum á móti í Götzis skömmu eftir fæðingu Tristans.

Tékkinn Jan Dolezal var öruggur sigurvegari mótsins með 7929 stig en á hæla hans fylgdu Norðmaðurinn Karsten Warholm með 7764 og Hvít-Rússinn Maksim Andraloitis með 7717.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×