Nordsjælland tapaði 2-0 á heimavelli á móti SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á nýju tímabili.
Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland virtust vera enn í sumarfríi í byrjun leiks því SönderjyskE skoraði bæði mörkin sín á fyrstu sextán mínútum leiksins. Þetta reyndust síðan vera einu mörkin sem voru skoruð á Farum Park í í kvöld.
Danski reynsluboltinn Thomas Dalgaard var þarna að leika sinn fyrsta mótsleik eftir að hann gekk til liðs við SönderjyskE og hann hélt upp á það með því að skora tvö mörk, á 10. og 16. mínútu leiksins.
Adam Örn Arnarson lék allan tímann í hægri bakvarðarstöðu Nordsjælland en Rúnar Alex Rúnarsson er áfram varamarkvörður liðsins. Guðjón Baldvinsson er farinn frá Nordsjælland og kominn heim til að spila með Íslandsmeisturum Stjörnunnar.
Hinn 34 ára gamli Jakob Michelsen stýrði liði SönderjyskE þarna í sínum fyrsta mótleiks eftir að hann tók við af Lars Söndergaard og hann byrjar mjög vel með liðið.
Nordsjælland var mun meira með boltann (58 prósent - 42 prósent) en SönderjyskE-liðið átti hinsvegar mun fleiri skot á mark (8 á móti 3).
Nordsjælland endaði í 6. sæti á fyrsta ári liðsins undir stjórn Ólafs en SönderjyskE varð í 10. sæti í fyrra. Nordsjælland byrjaði síðasta tímabil vel og var sem dæmi í 2. sæti eftir ellefu umferðir.
Strákarnir hans Ólafs Kristjáns ennþá í sumarfríi í upphafi leiks
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



