Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2015 15:25 Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan. Illugi og Orka Energy Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira