Bjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:23 Bjarni Guðjónsson var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/pjetur „Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
„Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03